Mótvægi
Mótvægi er heimildamynd sem fjallar um Bryndísi Pétursdóttir, jarðfræðilega streitu, rafsegulbylgjur og áhrif þessara ósýnilegu og óáþreifanlegu fyrirbæra á líðan fólks. Bryndís finnur þessar bylgjur og gerir þær óskaðlegar með Mótvægiskubbnum sem hún hannaði. Við kynnumst fólki sem hún aðstoðar og heyrum skýringar og mótrök frá sérfræðingum sem vinna að rannsóknum með þessar bylgjur. Bryndís Pétursdóttir er garðyrkjufræðingur og fjögurra barna móðir sem býr í litlum bæ á norðurlandi. Hún var skyggn sem barn og fékk fyrir nokkrum árum köllum um að hjálpa fólki sem líður ekki vel. Hún er mjög næm fyrir óþægindum sem hún finnur fyrir víða og byrjar að rannsaka orsakirnar. Hún kynnist jarðfræðilegri streitu eða jarðárum og finnur leið til mótvægis. Hún hannar tæki sem sveigir þessar bylgjur og gerir þær óskaðlegar, mótvægiskubbinn. Við kynnumst Svölu Rún Sigurðardóttur, sem vinnur einnig að því að mæla bylgjur fyrir fólk og finna lausnir. Valdemar Gísli Valdemarsson skólastjóri Raftækniskólans segir okkur frá jarðárum og rafmengun. Bryndís, Valdemar og Gunnar Björnsson bóndi ásamt sérfræðingi frá Háskólanum á Akureyri rannsaka áhrif jarðára á skepnur og sérstaklega frjósemi í kindum. Við heimsækjum nokkur býli og fylgjumst með. Bryndís hefur mikil tengsl við Danmörku og ákveður að fara í læri hjá Dönskum jarðárusérfræðingi, Kurt Bertelsen verkfræðingi. Við fylgjumst með. Við segjum sögu fjölskyldu sem getur ekki búið í nýbyggðu húsi sínu og neyðist til að flytja út. Önnur fjölskylda hefur misst barn úr hvítblæði og á von á nýjum fjölskyldumeðlimi og vill vera örugg í umhverfi sínu. Kona í Þingholtunum á í basli með svefn og í Grindavík heyrist undarlegt suð á nóttinni og í fjölbýli á Hagamel eru allir íbúarnir með einhver ónot. Þórður Arnarson hjá Vantrú.is segir að sennilega sé þetta allt húmbúkk og landlæknir minnir á að ekki sé langt síðan menn uppgötvuðu að til væru útvarpsbylgjur. Í grunninn fjallar myndin um Bryndísi og hennar kynnum af rafsegulbylgjum og jarðárum og mögulegum áhrifum þessa fyrirbæra á líðan fólks.
Myndin var frumsýnd 9. september 2011.
Klippingu annaðist Anna Þóra Steinþórsdóttir og hljóðsetningu Gunnar Árnason. Framleiðandi er Ljósop ehf.
Hægt er að panta myndina hjá Bryndísi með því að senda póst, eða á ljosop.is hjá Guðbergi Davíðssyni.
ATH: Myndin er nú aðgengileg á vefnum cultureunplugged.com
Myndin var frumsýnd 9. september 2011.
Klippingu annaðist Anna Þóra Steinþórsdóttir og hljóðsetningu Gunnar Árnason. Framleiðandi er Ljósop ehf.
Hægt er að panta myndina hjá Bryndísi með því að senda póst, eða á ljosop.is hjá Guðbergi Davíðssyni.
ATH: Myndin er nú aðgengileg á vefnum cultureunplugged.com