Skrifað af: Valdemar Gísli Valdemarsson rafeindavirkjameistari - júlí 2011
Bandaríkjamaður að nafni Clinton Ober skrifaði bók sem kom út ekki fyrir löngu og kallast Earthing eða „Jörðun". Hann segir frá reynslu sinni í upphafi bókarinnar þar sem hann var að velta fyrir sér áhrifum rafmengunar á líkama sinn. Ober var hættur vinnu sökum heilsubrests. Einn daginn datt honum í hug að tengja sig við venjulegan rafspennumælir og mæla spennumuninn milli sín og jarðar. Hann gekk síðan um íbúðina sína með langa snúru í eftirdragi og skráði hjá sér spennubreytingar sem urðu þegar hann gekk nálægt rafmagnstækjum. Honum blöskraði spennugildin sem mælirinn sýndi og datt í hug í kjölfarið að prófa að jarðtengja sjálfan sig og mæla þannig. Niðurstaðan var á einn veg, núna mældi hann enga spennu. Hann lagði sig upp í rúm og fiktaði við mælirinn til að reyna að finna einhver gildi. Hann lognaðist útaf, sofnaði, og vaknaði ekki fyrr en átta tímum seinna.
Bandaríkjamaður að nafni Clinton Ober skrifaði bók sem kom út ekki fyrir löngu og kallast Earthing eða „Jörðun". Hann segir frá reynslu sinni í upphafi bókarinnar þar sem hann var að velta fyrir sér áhrifum rafmengunar á líkama sinn. Ober var hættur vinnu sökum heilsubrests. Einn daginn datt honum í hug að tengja sig við venjulegan rafspennumælir og mæla spennumuninn milli sín og jarðar. Hann gekk síðan um íbúðina sína með langa snúru í eftirdragi og skráði hjá sér spennubreytingar sem urðu þegar hann gekk nálægt rafmagnstækjum. Honum blöskraði spennugildin sem mælirinn sýndi og datt í hug í kjölfarið að prófa að jarðtengja sjálfan sig og mæla þannig. Niðurstaðan var á einn veg, núna mældi hann enga spennu. Hann lagði sig upp í rúm og fiktaði við mælirinn til að reyna að finna einhver gildi. Hann lognaðist útaf, sofnaði, og vaknaði ekki fyrr en átta tímum seinna.
Hann var smá stund að átta sig á hvað hafði gerst því hann var vanur því að þurfa að taka verkja- og svefnlyf til að sofna. Hann hafði sofnað án þess og það sem meira var hann var ekki eins slæmur af verkjum og venjulega þegar hann vaknaði. Svefninn hafði verið djúpur og hvílandi. Þetta var stórkostleg uppgötvun. Ober byrjaði að gera tilraunir með jarðsamband og jarðtengdi auðvitað rúmið sitt kyrfilega. Síðan varð hann sér út um lak ofið úr bómullar þráðum og hárfínum koparvírum sem hann jarðtengdi til að sofa kyrfilega jarðtengdur. Heilsa hans fór upp, verkir í liðum og vöðvum hurfu og hann fór að kynna þetta fyrir öðrum. Allstaðar var sama sagan. Fólk sem prófaði þetta fékk betri heilsu, svaf betur og fékk meiri orku. Ober komst síðar að því að þetta kom í raun rafmengun ekkert við. Batinn snerist í raun bara um jarðsambandið. Fyrst í stað náði Ober í jarðsamband með því að tengja sig inn á rafmagnsjörð rafkerfis. Síðar prófaði hann að reka teina ofan í jörðina í garðinum hjá sér og leiða fjölþættan koparvír úr teininum og yfir í rúmmið sitt. Sú lausn gafst betur.
Við erum komin svo langt frá náttúrunni að við vitum ekki lengur hvað er gott fyrir líkamann og hvað er slæmt. Eitt af því sem er okkur svo mikilvægt er jarðsamband! Flestir sem hafa kynnt sér heilsumál kannast við svokallað nálastungukerfi sem kennt er við Kínverja. Kínverjar geta læknað ótúlegustu kvilla með nálastungum. Þetta kerfi gengur út á þá kenningu að í líkama okkar séu orkubrautir sem tengjast líffærum okkar. Þessar orkubrautir liggja milli orkupunkta sem sumir hverjir eru aðgengilegir um yfirborð húðarinnar. Flestar brautirnar enda neðan í iljum okkar.
Höfundur bókarinnar, Clinton Ober bendir á það hve gríðarlega mikilvægt sé að ganga berfættur úti í náttúrunni. Nálastungubrautirnar sem opnast neðan í iljunum soga til sín lausar rafeindir úr jarðveginum og jónahvolfið sér um að toga rafeindirnar upp í gegn um nálastungubrautirnar í gegn um líkamann með ótrúlega miklum heilunarmætti. Það að allar nálastungubrautirnar eru örvaðar með þessum hætti getur haft gríðarlega heilsubætandi áhrif og fjallar bókin um fjölda tilfella þar sem sjúklingar með ýmsa kvilla fengu bót með því einu að ganga berfættir í 5 - 40 mínútur á dag í grasi.
Höfundur gengur lengra og hefur gert margvíslegar tilraunir með að jarðtengja rúm og setja sérstaka vírofna mottu í rúm sem tengd er við jarðskaut þannig að þeir sem sofa í rúminu fá stöðugt flæði rafeinda beint frá jarðvegi. Heilunarmátturinn er mikill. Það kannast margir við þá vellíðan sem fylgir því að bogra í blómabeðum á góðviðrisdegi og potast í moldinni. Það hefur sömu áhrif.
Það væri hollt fyrir okkur öll að ganga reglulega berfætt í grasi. Gerumst berfætlingar og skundum út á tún, hendum af okkur skónum og sogum upp orku jarðarinnar sem kostar okkur ekki neitt en getur líklega sparað okkur slatta af leiðindum og glímu við hundleiðinlega sjúkdóma sem ræna okkur kröftum og starfsgetu.
Nánari upplýsingar má finna á: http://www.earthinginstitute.net og http://www.earthing.com/
Valdemar Gísli Valdemarsson rafeindavirkjameistari.
Greinin birtist á vefnum heilsuhringurinn.is
Við erum komin svo langt frá náttúrunni að við vitum ekki lengur hvað er gott fyrir líkamann og hvað er slæmt. Eitt af því sem er okkur svo mikilvægt er jarðsamband! Flestir sem hafa kynnt sér heilsumál kannast við svokallað nálastungukerfi sem kennt er við Kínverja. Kínverjar geta læknað ótúlegustu kvilla með nálastungum. Þetta kerfi gengur út á þá kenningu að í líkama okkar séu orkubrautir sem tengjast líffærum okkar. Þessar orkubrautir liggja milli orkupunkta sem sumir hverjir eru aðgengilegir um yfirborð húðarinnar. Flestar brautirnar enda neðan í iljum okkar.
Höfundur bókarinnar, Clinton Ober bendir á það hve gríðarlega mikilvægt sé að ganga berfættur úti í náttúrunni. Nálastungubrautirnar sem opnast neðan í iljunum soga til sín lausar rafeindir úr jarðveginum og jónahvolfið sér um að toga rafeindirnar upp í gegn um nálastungubrautirnar í gegn um líkamann með ótrúlega miklum heilunarmætti. Það að allar nálastungubrautirnar eru örvaðar með þessum hætti getur haft gríðarlega heilsubætandi áhrif og fjallar bókin um fjölda tilfella þar sem sjúklingar með ýmsa kvilla fengu bót með því einu að ganga berfættir í 5 - 40 mínútur á dag í grasi.
Höfundur gengur lengra og hefur gert margvíslegar tilraunir með að jarðtengja rúm og setja sérstaka vírofna mottu í rúm sem tengd er við jarðskaut þannig að þeir sem sofa í rúminu fá stöðugt flæði rafeinda beint frá jarðvegi. Heilunarmátturinn er mikill. Það kannast margir við þá vellíðan sem fylgir því að bogra í blómabeðum á góðviðrisdegi og potast í moldinni. Það hefur sömu áhrif.
Það væri hollt fyrir okkur öll að ganga reglulega berfætt í grasi. Gerumst berfætlingar og skundum út á tún, hendum af okkur skónum og sogum upp orku jarðarinnar sem kostar okkur ekki neitt en getur líklega sparað okkur slatta af leiðindum og glímu við hundleiðinlega sjúkdóma sem ræna okkur kröftum og starfsgetu.
Nánari upplýsingar má finna á: http://www.earthinginstitute.net og http://www.earthing.com/
Valdemar Gísli Valdemarsson rafeindavirkjameistari.
Greinin birtist á vefnum heilsuhringurinn.is